Rútan liggur enn við veginn í Borgarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 12:35 Rútan valt á sunnudag á Borgarfjarðarbraut. Þessi mynd er tekin samdægurs. Vísir/Arnar Halldórsson Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06
Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53