Breyttur heimur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. mars 2018 07:00 Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun