Breyttur heimur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. mars 2018 07:00 Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun