Vogur fullur og neyslan eykst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Vísir/Heiða Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Að meðaltali bíða um 5-600 manns eftir því að komast að hjá SÁÁ. Framkvæmdastjóri lækninga hjá samtökunum segir að þau geti illa annað eftirspurn. Þegar mest var, árið 1985, voru 265 sjúkrarúm hér á landi ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Frá árinu 2010 hafa þau hins vegar verið 62. Samhliða fækkun rúma hefur fólki hér á landi fjölgað jafnt og þétt auk þess að neysla ýmissa fíkniefna hefur færst nokkuð í aukana. „Alla þessa öld höfum við sinnt sama fjölda af fólki. Eftirspurnin núna er meiri en við getum annað og það er nýtt,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi. „Það eru margir samverkandi þættir sem orsaka þetta. Rúmum hefur fækkað, fólki fjölgað og neysla aukist.“Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁÁr hvert leggjast 2.200 einstaklingar inn hjá SÁÁ en ríkið greiðir fyrir um 1.500 innlagnir. Samtökin þurfa því að reiða sig á fjáröflun og styrkveitingar til að brúa það bil. „Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna,“ segir í pistli Arnþórs Jónssonar, framkvæmdastjóra SÁÁ, á heimasíðu samtakanna. „Ekki vantar háa peningaupphæð svo hægt sé að klára árið. Örfáir aðstoðarmenn ráðherra í núverandi ríkisstjórn taka til sín hærri upphæð svo dæmi sé nefnt,“ segir hann enn fremur. Valgerður segir ríkið þurfa að stíga inn í. „Það blasir við hverjum sem það vill sjá að viðbúnaður ríkisins í þessum málum er of lítill. Það þarf að gera miklu meira í þessum efnum. Góð byrjun væri ef við fengjum greitt að fullu fyrir það sem við gerum en að auki þarf Landspítalinn miklu meira. Það er búið að skera mjög mikið niður þar líka,“ segir Valgerður. „Stjórnvöld verða að taka ábyrgð á þessum alvarlega málaflokki. Hver króna í slíka meðferð sparar annars staðar í ríkiskassanum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira