Lýðræðisveisla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:42 Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar