Golf

Sjáðu tuttugu metra fugl Tiger

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods er farinn að brosa á ný.
Tiger Woods er farinn að brosa á ný. vísir/getty
Nú stendur yfir fyrsti hringur á Arnold Palmer mótinu í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Þegar þessi frétt er skrifuð er Tiger Woods með eins höggs forystu eftir glæsilegan fugl.

Woods var á 7. holu, sem var hans sextánda þar sem hann byrjaði á ytri holunum í dag, og var boltinn staddur yst á flötinni, rúma 20 metra frá holunni.

Fyrrum besti kylfingur heims lét sér lítið fyrir finnast og púttaði beint ofan í holuna og tryggði sér fugl og forystuna í mótinu á fjórum höggum undir pari.

Enn er þó nóg eftir af fyrsta keppnisdegi og margir kylfingar ekki farnir af stað. Bein útsending frá mótinu er á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×