Sakar embættismenn Trump-stjórnarinnar um lygar um rassíur gegn innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:01 Rassíur gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hafa færst í aukana eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Vísir/AFP Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Talsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (ICE) í San Fransisco í Kaliforníu hefur sagt af sér. Ástæðan er ósannandi sem hann sakar yfirmann stofnunarinnar og dómsmálaráðherrann um fara með í tengslum við rassíu gegn innflytjendum sem hafa komið ólöglega til landsins. Ákvörðun Libby Schaaf, borgarstjóra Oakland-borgar, um að vara innflytjendur sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum við yfirvofandi rassíu ICE í borginni í síðasta mánuði hefur verið afar umdeild. Í kjölfarið sakaði Tom Homan, starfandi forstjóri ICE, og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, Schaaf um að bera ábyrgð á því að hundruð hættulegra glæpamanna hafi komist undan. James Schwab, talsmaður San Fransisco-deildar ICE, segist ekki hafa getað unað við þær yfirlýsingar þar sem þær eigi ekki við rök að styðjast. Það sé einfaldlega rangt að kenna Schaaf um að fjöldi glæpamanna hafi komist undan, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Þannig hafi fulltrúa ICE aldrei hendur í hári allra þeirra sem þeir ætla sér í rassíum sem þessum. Þá gerir Schawb athugasemd við að innflytjendunum sé öllum lýst sem „hættulegum“.Var sagt að víkja sér undan því að svaraSchwab segist hafa gert athugasemd við yfirboðara sína en þeir hafi aðeins sagt honum að víkja sér undan því að svara spurningum fréttamanna og vísa í fyrri yfirlýsingar stofnunarinnar. Þær yfirlýsingar hafi hins vegar ekki leiðrétt misvísandi fullyrðingarnar. Því ákvað Schwab að segja af sér. Hann segist vera skráðu í Demókrataflokkinn en hann hafi starfað af heilindum fyrir hið opinbera í tæp sautján ár óháð því hvaða flokkur hefur verið við völd. „Ég gat bara ekki borið þessa byrði, að halda áfram að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar og vera falið að standa vörð um heilindi, vitandi það að upplýsingarnar voru rangar,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira