Vinstri græn á grillteini Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hugsjónir eru níðþungur farangur. Þegar allt er með kyrrum kjörum er auðvelt að ýta honum á undan sér en þegar stormur strýkur vanga er freistandi að skilja hlassið eftir svo hægt sé að hlaupa sem skjótast í næsta skjól. Ekki veit ég hvort Vinstri græn hafi skilið sinn farangur eftir í síðustu viku eða hvort hugmyndafræði þeirra hefur virkilega húmor fyrir embættisfærslum Sigríðar. En Sigríður er líklega ekki vandamál vinstri manna heldur hitt að þeir sem eru í pólitík til að grilla og græða eru svo vissir í sinni sök meðan þeir sem hafa einhvern metnað fyrir sómasamlegra samfélagi vita ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, jafnvel þó þeir hafi ekki nema einn vinstri fót. Þannig að þeir liggja hver um annan þveran meðan grillveislan marserar yfir þá einsog herinn í Pyongyang. Hér á Spáni er þetta kokhreysti með ólíkindum. Lýðflokksmenn, sem eru við stjórn og hafa líka gaman af því að grilla, eru einmitt að taka til í réttarsölum svona rétt á meðan meðlimirnir sverja af sér rán og svívirðilega spillingu. Síðan mæta þeir svo sjarmerandi fyrir framan alþjóð að þorri þjóðarinnar getur ekki beðið eftir því að kjósa þá næst. Reyndar hefur aðeins dregið úr þeirri þrá eftir að í ljós kom að þeir eru búnir með eftirlaunasjóðinn og hvetja fólk nú til að borga í einkarekna lífeyrissjóði. Rétt einsog íslenskir hægrimenn syngja þeir síðan sönginn um hagsældina meðan innviðirnir visna. En þar sem búið er að bjóða Vinstri grænum til grillveislu vil ég hafa yfir varnaðarorðin sem hver ferðalangur heyrir svo oft: Vinsamlegast hafið auga með handfarangri ykkar í hvívetna, annars verður boðið upp á vinstri græn á grillteini í næstu kosningavöku.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar