Valgerður: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég á heima þarna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 20:15 Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Box Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Box Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira