Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. mars 2018 09:00 Vinkonurnar María Arnardóttir, Kamilla Gunnarsdóttir, Eva María Smáradóttir, Teresa María Era og Birgitta Eysteinsdóttir. Vísir/Stefán „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira