Enski boltinn

Ólafía: Þetta er galdrakylfan mín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður við keppni á ANA Isnparion mótinu sem hefst á mánudag. Mótið er jafnframt fyrsta risamótmót ársins. Ólafía hefur leik rúmlega tvö á morgun, nánar tiltekið 14.10.

„Þetta er galdrakylfan mín. Hérna gerist hlutirnir. Líf mitt hefur breyst eftir ég fékk þessa kylfu,” sagði Ólafía í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið var tekið er hún var í stuttri heimsókn á Íslandi fyrr í vetur.

„Svo finnst mér mjög kúl er ég "representa" Ísland. Þessi er kuldaleg. Frost og glimmer,” sagði Ólafía í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég elska þær allar. Þetta eru öll litlu börnin mín. Ég var að velja uppáhalds litla barnið mitt. Það er ekki gott,” sagði Ólafía.

Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni en bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni alla helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×