Erfðaefni Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun