Hnarrreist um stund Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun