Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 08:23 Trump kærir sig ekki um að transfólk gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Transfólk í Bandaríkjaher gætu fengið að vera þar áfram en varnarmálaráðuneytið fær heimild til að láta þá gegna störfum í samræmi við fæðingakyn þeirra samkvæmt nýrri stefnu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt. Dómstólar höfðu fryst fyrirhugað bann forsetans við herþjónustu transfólks. Þrátt fyrir að í stefnu forsetans sé kveðið á um blátt bann við því að „transfólk sem þurfa eða hafa farið í kynleiðréttingu eru gerðir vanhæfir til að gegna herþjónustu“ fær varnarmálaráðuneytið jafnframt heimild til þess að gera undantekningar að eigin geðþótta. Engu að síður hefur tilkynningin vakið mikla reiði réttindasamtaka transhermanna sem hafa heitið því að fara með málið fyrir dómstóla, að því er segir í frétt New York Times. Trump tilkynnti upphaflega um bann við transfólki í hernum í röð tísta í júlí. Varnarmálaráðuneytið fékk aðeins eins dags fyrirvara um að Trump ætlaði sér að tilkynna um bannið. Engu að síður fullyrti forsetinn að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við herforingja og hernaðasérfræðinga. Tilkynningin olli töluverðu uppnámi og óvissu þar sem henni fylgdu engar leiðbeiningar eða útfærsla á hvernig bannið kæmi til með að virka. Dómari í Washington-borg gerði ríkisstjórn hans hins vegar afturreka með bannið í október og taldi það ekki standast stjórnarskrá. Tillagan nú er sett fram eftir að Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, lagði fram tillögur að beytingum í síðasta mánuði. Í þeim vísaði hann til „verulegrar hættu“ sem fylgdi hermönnum sem vilja leiðrétta kyn sitt eða efast um kyngervi sitt. Áætlað hefur verið að á bilinu tvö til ellefu þúsund transmanneskjur gegni herþjónustu í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Engar tafarlausar breytingar á högum transfólks innan hersins Yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjahers segir að engar breytingar verði gerðar fyrr en dómsmálaráðherra hafi lagt fram áætlun um stöðu transfólks í hernum. 27. júlí 2017 19:10
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41