Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun