Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Ingimar Einarsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið innihélt heilbrigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heilbrigðisþings voru boðaðir stjórnendur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einnig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðisstétta og mannaflaspár heilbrigðisþjónustunnar.Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðismála og um leið grundvöllur stefnumótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heilbrigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðuneytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heilbrigðisþinga væru fylgt eftir í samræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna.Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónustunnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunarefni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greinilega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskólasjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðanatöku. Undantekningin er gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormánuðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörðunum þess efnis verði fylgt eftir.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun