Frey Frostasyni svarað vegna vistspors sjókvíaeldis Jónatan Þórðarson skrifar 22. mars 2018 16:30 Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Neitar að læra af reynslunni Ísland er statt á krossgötum. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun