Skuldbinding Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun