Leynigesturinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2018 07:00 „Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
„Ég ætla alltaf að fá skólamat,“ sagði tíu ára sonur minn eftir fyrsta daginn í nýjum grunnskóla. „Það er flatbaka á föstudögum og á öðrum dögum eru pylsur og hamborgarar.“ Víða í okkar vestræna heimi er að finna fæði sem inniheldur leynigest sem er orsök háþrýstings sem veldur flestum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu eða 7,5 milljónum ár hvert. Háþrýstingur mælist hjá um 40% fólks yfir 25 ára. Oftast verðum við ekki vör við leynigestinn því bragðlaukarnir aðlagast honum hratt. Hann leynist í heimilismat eins og brauði, ostum, beikoni, skinku og flestum tilbúnum réttum og skyndibitum. Hann er vinsæll því hann eykur geymsluþol matvæla og losar dópamín í heilanum. Þessi leynigestur er salt. Flestir innbyrða tvöfalt meira af salti en telst innan heilbrigðra marka sem er minna en teskeið á dag (5 g, viðmið er minna fyrir börn). Mikil saltneysla eykur hættu á háþrýstingi því saltið dregur að sér vatn og eykur rúmmál æðakerfisins. Hægt og hljóðlega getur ómeðhöndlaður háþrýstingur valdið skemmdum víða í líkamanum sem geta leitt til dauða. Að minnka saltneyslu er ein hagkvæmasta aðgerð sem ríki geta ráðist í til að bæta heilsu þjóðar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að stjórnvöld geti beint neyslu í átt að hollara fæði og fylgjast skuli með þróun saltneyslu í skólum. Sjálf getum við gert hluti eins og að salta matinn okkar minna, hafa ekki saltstauka á borðum og velja matvöru með minna saltinnihaldi. Strákurinn minn fær ennþá skólamat og við borðum saltbættan mat meðvituð um að leynigesturinn hefur hreiðrað um sig í flestum mat sem kemur ekki beint úr smiðju náttúrunnar. Við verðum að snúa þessari þróun við.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar