Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 14:16 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12