Ætla að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 21:36 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Facebook ætlar að herða reglur varðandi pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Allar slíkar auglýsingar verða í framtíðinni merktar þeim aðila sem greiðir fyrir þær og mun fyrirtækið staðfesta einkenni og staðsetningu viðkomandi aðila. Breytingum þessum er ætlað að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að miðlar Facebook séu notaðir af leynilegum aðilum til að hafa áhrif á kosningar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að eftir að starfsmenn fyrirtækisins hafi komist á snoðir um afskipti rússneskra aðila af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hafi fyrirtækið beitt nýjum tólum í kosningum í Frakklandi, Þýskalandi og Alabama í fyrra sem eytt hafi tugum þúsunda falskra aðganga sem notaðir voru til að dreifa áróðri.Hann sagði einnig að fyrr í vikunni hefðu starfsmenn fyrirtækisins eytt stóru neti rússneskra falsaðganga. Starfsmenn rússneska fyrirtækisins Internet Research Agency, sem iðulega kallast „Tröllaverksmiðja Rússlands“ stýrðu í aðdraganda kosninganna 2016 Facebooksíðum með falsreikningum sem litu út fyrir að vera frá Bandaríkjunum. Fylgjendur þeirra voru allt að nokkur hundruð þúsund.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgTil að framfylgja nýju reglunum ætlar fyrirtækið að ráða „þúsundir“ nýrra starfsmanna og stefnt er að því að nýju reglurnar taki á heimsvísu á næstu mánuðum. Sömuleiðis ætlar fyrirtækið að staðfesta einkenni stjórnendur stórra Facebooksíðna svo ekki verði hægt að nota falsaðganga til að stýra slíkum síðum. „Breytingar þessar munu ekki koma í veg fyrir að fólk reyni að svindla á kerfinu. Þær munu hins vegar gera aðilum mun erfiðara að gera það sem Rússarnir gerðu í kosningunum 2016 og að nota falsaðganga og síður til að keyra auglýsingar,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Facebook Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira