Þolinmæði er lykilorðið okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2018 09:00 Gummi er klár í slaginn. Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira