Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 19:00 Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Sænska markvarðargoðsögnin Tomas Svensson, sem nú þjálfar marverði íslenska handboltalandsliðsins, segir að passa þurfi vel upp á hinn stórefnilega Viktor Gísla Hallgrímsson á meðan hann vex og dafnar. Svensson varð tvívegis heimsmeistari með Svíþjóð, þrisvar sinnum Evrópumeistari og vann Meistaradeildina sex sinnum með Barcelona á glæstum 22 ára löngum ferli. Hann þykir einn besti markvarðaþjálfari heims í dag, en Guðmundur Guðmundsson fékk hann til starfa með sér þegar að hann tók aftur við íslenska landsliðinu. Þetta er verkefni sem að hann er spenntur fyrir. „Þetta er mjög áhugavert verkefni sem við erum að byrja á með ungt lið. Við verðum að hafa þolinmæði ef við ætlum að ná árangri en fyrst og fremst þurfum við að komast í gegnum umspilið í sumar. Þessi vika er því mikilvæg fyrir okkur þar sem við fáum þrjá góða leiki og verður áhugavert að sjá hvar við stöndum,“ segir Svensson. Svíar hafa búið til nokkra af bestu markvörðum sögunnar eins og Tomas sjálfan. Hann á mikið verk fyrir höndum hér á landi, ekki bara með landsliðinu heldur einnig þegar kemur að markvarðaþjálfun í heildina á Íslandi. „Ísland er ekki þekkt fyrir bestu markverði heims en hefur átt góða slíka í gegnum tíðina. Við getum orðið betri og það er hluti af mínu starfi. Ég þarf aðeins að kveikja undir markvarðaþjálfun á Íslandi,“ segir hann. Hinn 17 ára gamli Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deildinni, er sá efnilegasti sem að við eigum. Svensson segist hafa vitað af pilt og er spenntur fyrir að vinna með honum. Svona unga drengi þarf þó að passa vel upp á meðan að þeir þroskast og verða að karlmönnum. „Eins og allir sjá er hann gríðarlega hæfileikaríkur en hann er líka ungur. Við þurfum að passa upp á hann. Það vilja allir bita af Viktori; þrjú yngri landslið og félagsliðið. Það er auðvelt fyrir 18 ára stráka að segja bara já við alla sem vilja nota sig. Hann verður að fá að vaxa og dafna á næstu árum. Við verðum að passa hann. Það er það mikilvægasta. Hann er tæknilega góður en við þurfum að gera hann líkamlega betri. Hann er ekki nógu sterkur en það kemur. Tæknilega séð er hann frábær,“ segir Tomas Svensson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn