Búast má við töfum fram eftir degi vegna snjókomunnar Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 10:25 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Instagram „Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36