Háspenna og hárbeittur húmor í sumarsmellunum sem eru handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 14:40 Margir bíða spenntir eftir þessum myndum. Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní. Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira