Rætin ummæli Árni Þormóðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Mjög ósönn og rætin ummæli um SÁÁ eru höfð eftir Kristínu Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, félags kvenna með áfengis- og fíknivanda, í Fréttablaðinu 11. apríl sl. M.a. er haft er eftir talskonunni að SÁÁ „standi þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum“, og hafi „staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna.“ Þarna fer talskonan með sérstaklega ósvífnar ósannar ásakanir á hendur samtökunum. Með ósannindum sínum snýr talskonan staðreyndum á haus. SÁÁ hefur frá upphafi samtakanna, fyrir rúmum 40 árum, þróað og bætt meðferðarstarfið sem var nánast ekkert í landinu fyrir stofnun samtakanna. Á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna sl. haust komu margir af fremstu fíknarlæknum heims sem báru lof á meðferðarstarf og árangur SÁÁ. Þetta vita allir sem vilja vita og bera ekki annarlegar hvatir í brjósti til samtakanna, eins og augljóslega birtast í ummælum talskonunnar í viðtalinu. Meðferðarstarf SÁÁ var lengst af leitt af Þórarni Tyrfingssyni lækni og menntuðum áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og nú af Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðingi í fíknarlækningum. Um 25.000 manns hafa þegið meðferð á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum samtakanna og flestir hafa fengið góðan bata. Árangurinn hefur vakið athygli í öðrum löndum. Talskonan gagnrýnir menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ og líkir henni saman við eina önn í framhaldsskóla. Þessi samanburður er algjörlega út í hött og sýnir einungis hvað talskonan veit lítið um það sem hún er að tala um. Líklegra er þó að hún viti betur en kjósi að halda hinu ranga fram í viðleitni sinni til að skaða samtökin. Talskonur Rótarinnar hafa frá upphafi þeirra félags haldið uppi ósönnum og rakalausum óhróðri gegn SÁÁ í stað þess að beita sér fyrir því að ríkið geri skyldu sína í því að fjármagna þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar sem áfengis- og vímuefnameðferð er. Það væri auðvitað hægt að gera mun betur í meðferðarstarfi SÁÁ fengjust nægir peningar til starfsins. Fjárskortur hefur alltaf takmarkað starfsgetu SÁÁ sem þó hefur unnið þrekvirki með gríðarlega góðum stuðningi almennings í landinu.Höfundur er félagi í SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Talskona Rótarinnar segir SÁÁ standa þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum, menntun ráðgjafa sé ábótavant og einblínt sé um of á vandann sem fíknisjúkdóm í meðferðarstarfi. 11. apríl 2018 08:00 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mjög ósönn og rætin ummæli um SÁÁ eru höfð eftir Kristínu Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, félags kvenna með áfengis- og fíknivanda, í Fréttablaðinu 11. apríl sl. M.a. er haft er eftir talskonunni að SÁÁ „standi þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum“, og hafi „staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna.“ Þarna fer talskonan með sérstaklega ósvífnar ósannar ásakanir á hendur samtökunum. Með ósannindum sínum snýr talskonan staðreyndum á haus. SÁÁ hefur frá upphafi samtakanna, fyrir rúmum 40 árum, þróað og bætt meðferðarstarfið sem var nánast ekkert í landinu fyrir stofnun samtakanna. Á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna sl. haust komu margir af fremstu fíknarlæknum heims sem báru lof á meðferðarstarf og árangur SÁÁ. Þetta vita allir sem vilja vita og bera ekki annarlegar hvatir í brjósti til samtakanna, eins og augljóslega birtast í ummælum talskonunnar í viðtalinu. Meðferðarstarf SÁÁ var lengst af leitt af Þórarni Tyrfingssyni lækni og menntuðum áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og nú af Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðingi í fíknarlækningum. Um 25.000 manns hafa þegið meðferð á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum samtakanna og flestir hafa fengið góðan bata. Árangurinn hefur vakið athygli í öðrum löndum. Talskonan gagnrýnir menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ og líkir henni saman við eina önn í framhaldsskóla. Þessi samanburður er algjörlega út í hött og sýnir einungis hvað talskonan veit lítið um það sem hún er að tala um. Líklegra er þó að hún viti betur en kjósi að halda hinu ranga fram í viðleitni sinni til að skaða samtökin. Talskonur Rótarinnar hafa frá upphafi þeirra félags haldið uppi ósönnum og rakalausum óhróðri gegn SÁÁ í stað þess að beita sér fyrir því að ríkið geri skyldu sína í því að fjármagna þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar sem áfengis- og vímuefnameðferð er. Það væri auðvitað hægt að gera mun betur í meðferðarstarfi SÁÁ fengjust nægir peningar til starfsins. Fjárskortur hefur alltaf takmarkað starfsgetu SÁÁ sem þó hefur unnið þrekvirki með gríðarlega góðum stuðningi almennings í landinu.Höfundur er félagi í SÁÁ
Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Talskona Rótarinnar segir SÁÁ standa þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum, menntun ráðgjafa sé ábótavant og einblínt sé um of á vandann sem fíknisjúkdóm í meðferðarstarfi. 11. apríl 2018 08:00
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun