Að etja saman yngri og eldri borgurum Egill Þór Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:18 Síðastliðinn laugardag voru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kynnt fyrir fullu húsi. Til stendur að efna þau strax á næsta kjörtímabili, líkt og fram kom í máli Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis flokksins. Flest loforðanna eru sjálfsögð, t.d. að börn hafi leikskólapláss við 18 mánaða aldur, að koma í veg fyrir að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, auka skilvirkni í stjórnkerfi og samgöngum, byggja íbúðir til að anna eftirspurn á markaði og fella niður fasteignaskatt á íbúa borgarinnar, 70 ára og eldri. Eins undarlega og það kann að hljóma, þá hefur ekki tekist vel til í neinum af þessum málaflokkum á undanförnum árum.Þarf eitt að útiloka annað? Það markmið Sjálfstæðisflokksins sem hefur fengið hvað mesta athygli er að lækka álögur á eldri borgara. Flestir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta loforð og eru sammála um að álögur á eldri borgara séu allt of háar, tekjumöguleikar þeirra séu takmarkaðir og að þeir hafi þegar skilað sínu til samfélagsins. Aðgerðin ætti að veita þeim sem kjósa helst að búa lengur heima hjá sér betri möguleika til þess og auka þar af leiðandi valfrelsi og sjálfstæði þeirra í lífinu. Allir ættu að vera sammála um að aukið val á efri árum sé hið besta mál. Helstu röksemdir sem hafa komið fram gegn hugmyndinni eru að eldra fólk í samfélaginu sé eignameira að meðaltali en ungt fólk. Eðli máls samkvæmt stækkar eignasafn með hækkandi aldri hjá flestum þó það sé alls ekki algilt. Aukið réttlæti gagnvart eldri borgurum á þó ekki að koma niður á öðrum hópum samfélagsins. Eitt á ekki að útiloka annað og það er réttlætismál í sjálfu sér að íbúar Reykjavíkur búi við sem allra minnstar álögur. Það er miður að stjórnmálaumræðan sé ekki viturlegri en svo, að tveimur hópum (eða fleiri) sé stillt upp á móti hver öðrum í annarlegum tilgangi, einhverjir myndu kalla slíkt lýðskrum. Hugðarefni og vandamál ungs fólks í borginni eru ekki síður mikilvægt viðfangsefni en að lækka álögur á eldri borgara. Sá vandi er annars eðlis en þeirra sem eldri eru, en þó er aðeins um aðra hlið á sama peningi að ræða. Ungt fólk og tekjulægri einstaklingar í borginni eiga erfitt með að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Til þess að koma til móts við þarfir þessara hópa þarf að úthluta lóðum á ódýrari stöðum en í miðborg Reykjavíkur og bjóða í auknum mæli upp á litlar og meðalstórar íbúðir.Sameinuð stöndum vér Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að 2000 nýjar íbúðir rísi á hverju ári að jafnaði næstu fjögur ár og slá þannig á framboðsvandann sem vinstri meirihlutinn hirti ekki um að leysa. Þar af leiðandi mun fasteignaverð lækka til lengri tíma litið. Með þessum hætti skapast skilyrði fyrir eldri borgara í stærri eignum til að fjárfesta í minni eignum á hagstæðu verði. Með þessu móti losnar um „keðjuna“ og fólk á miðjum aldri með barnahópa geta stækkað við sig. Þá skapast einnig rými fyrir ungt fólk til að fjárfesta í fyrstu eign. Þó skal bent á að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum og stórátak þarf í byggingu slíkra eigna, líkt og áður sagði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stefna ekki að því að sundra íbúum borgarinnar og stilla þeim upp gegn hver öðrum líkt og forsvarsmenn meirihlutans virðast vilja, heldur vinna að heildstæðum lausnum fyrir alla hópa. Fyrir daufum eyrum meirihlutans hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað bent á húsnæðisvandann. Meirihlutinn virðist ekki hafa áhuga á því að bregðast við framboðsvandanum og jafnvel þótt einhverjir bendi á að sett hafi verið met í útgáfu byggingarleyfa, þá hefur fáum tekist að búa í byggingarleyfum. Eftir átta ára óstjórn í húsnæðismálum í borginni er kominn tími á tiltekt og ekkert rennir stoðum undir það að meirihlutinn haldi nú af þeirri braut sem hann hefur verið á undanfarin ár.Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag voru kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kynnt fyrir fullu húsi. Til stendur að efna þau strax á næsta kjörtímabili, líkt og fram kom í máli Eyþórs Arnalds, borgarstjóraefnis flokksins. Flest loforðanna eru sjálfsögð, t.d. að börn hafi leikskólapláss við 18 mánaða aldur, að koma í veg fyrir að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, auka skilvirkni í stjórnkerfi og samgöngum, byggja íbúðir til að anna eftirspurn á markaði og fella niður fasteignaskatt á íbúa borgarinnar, 70 ára og eldri. Eins undarlega og það kann að hljóma, þá hefur ekki tekist vel til í neinum af þessum málaflokkum á undanförnum árum.Þarf eitt að útiloka annað? Það markmið Sjálfstæðisflokksins sem hefur fengið hvað mesta athygli er að lækka álögur á eldri borgara. Flestir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta loforð og eru sammála um að álögur á eldri borgara séu allt of háar, tekjumöguleikar þeirra séu takmarkaðir og að þeir hafi þegar skilað sínu til samfélagsins. Aðgerðin ætti að veita þeim sem kjósa helst að búa lengur heima hjá sér betri möguleika til þess og auka þar af leiðandi valfrelsi og sjálfstæði þeirra í lífinu. Allir ættu að vera sammála um að aukið val á efri árum sé hið besta mál. Helstu röksemdir sem hafa komið fram gegn hugmyndinni eru að eldra fólk í samfélaginu sé eignameira að meðaltali en ungt fólk. Eðli máls samkvæmt stækkar eignasafn með hækkandi aldri hjá flestum þó það sé alls ekki algilt. Aukið réttlæti gagnvart eldri borgurum á þó ekki að koma niður á öðrum hópum samfélagsins. Eitt á ekki að útiloka annað og það er réttlætismál í sjálfu sér að íbúar Reykjavíkur búi við sem allra minnstar álögur. Það er miður að stjórnmálaumræðan sé ekki viturlegri en svo, að tveimur hópum (eða fleiri) sé stillt upp á móti hver öðrum í annarlegum tilgangi, einhverjir myndu kalla slíkt lýðskrum. Hugðarefni og vandamál ungs fólks í borginni eru ekki síður mikilvægt viðfangsefni en að lækka álögur á eldri borgara. Sá vandi er annars eðlis en þeirra sem eldri eru, en þó er aðeins um aðra hlið á sama peningi að ræða. Ungt fólk og tekjulægri einstaklingar í borginni eiga erfitt með að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Til þess að koma til móts við þarfir þessara hópa þarf að úthluta lóðum á ódýrari stöðum en í miðborg Reykjavíkur og bjóða í auknum mæli upp á litlar og meðalstórar íbúðir.Sameinuð stöndum vér Sjálfstæðisflokkurinn lofar því að 2000 nýjar íbúðir rísi á hverju ári að jafnaði næstu fjögur ár og slá þannig á framboðsvandann sem vinstri meirihlutinn hirti ekki um að leysa. Þar af leiðandi mun fasteignaverð lækka til lengri tíma litið. Með þessum hætti skapast skilyrði fyrir eldri borgara í stærri eignum til að fjárfesta í minni eignum á hagstæðu verði. Með þessu móti losnar um „keðjuna“ og fólk á miðjum aldri með barnahópa geta stækkað við sig. Þá skapast einnig rými fyrir ungt fólk til að fjárfesta í fyrstu eign. Þó skal bent á að of lítið framboð er af litlum og meðalstórum íbúðum og stórátak þarf í byggingu slíkra eigna, líkt og áður sagði. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stefna ekki að því að sundra íbúum borgarinnar og stilla þeim upp gegn hver öðrum líkt og forsvarsmenn meirihlutans virðast vilja, heldur vinna að heildstæðum lausnum fyrir alla hópa. Fyrir daufum eyrum meirihlutans hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað bent á húsnæðisvandann. Meirihlutinn virðist ekki hafa áhuga á því að bregðast við framboðsvandanum og jafnvel þótt einhverjir bendi á að sett hafi verið met í útgáfu byggingarleyfa, þá hefur fáum tekist að búa í byggingarleyfum. Eftir átta ára óstjórn í húsnæðismálum í borginni er kominn tími á tiltekt og ekkert rennir stoðum undir það að meirihlutinn haldi nú af þeirri braut sem hann hefur verið á undanfarin ár.Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun