Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Stórtækar vinnuvélar fylla nú Ólafsvíkurvöll þar sem leggja á gervigras fyrir komandi leiktíð. Veður hefur tafið framkvæmdir við völlinn. „Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
„Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira