Ráðherra segir óásættanlegt að þurfa að senda sjúklinga út Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst lausnin ekki í því að semja við Klíníkina í Ármúla um liðskiptaaðgerðir. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00