Akurnesingar koma Söngkeppni framhaldsskólanna til bjargar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 12:06 Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson og félagar hans í Vinum hallarinnar sjá um keppnina í ár Vísir/GVA Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað. Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akranesi þann 28. apríl. Vinir hallarinnar hafa tekið að sér framkvæmd keppninnar. Skagafréttir greindu fyrst frá. Stutt er síðan keppninni var aflýst eins og fjallað var um á Vísi. Ísólfur Haraldsson, framkvæmda – og viðburðarstjóri hjá Vinum hallarinnar, segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal frá formanni Sambands Íslenskra Framhaldsskóla (SÍF), Davíð Snæ Jónssyni, á miðvikudag í síðustu viku. „Ég hugsaði þetta hratt í símanum og sagðist vera tilbúinn að gera þetta ef keppnin yrði haldin á Akranesi.“ Ísólfur segir hjólin hafa verið farin að snúast strax. „Það er gríðarlegur velvilji fyrir þessu og einhvern veginn eru allir boðnir og búnir að sjá til þess að þetta verði að veruleika.“ Hann segir hraðar vendingar í málinu ekki hafa áhrif á keppendur og munu 24 skólar taka þátt í keppninni í ár. Skólarnir og allir tengdir keppninni séu á því að hún eigi að vera haldin. „Það er baráttuandi innan skólanna um að keppnin verði haldin og þetta verður stórglæsilegt.“ Keppnin á sér langa sögu en hún var fyrst haldin árið 1990. Margir þekktir listamenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má helst nefna Pál Óskar, Emiliönu Torrini, Birgittu Haukdal, Sverri Bergmann, Dag Sigurðsson og Glowie. Davíð Snær Jónsson er formaður Sambands Íslenskra FramhaldsskólaAðsend myndMögulegt framtíðarheimili keppninnar Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa unnið að viðburðum síðan árið 2001 og sjá um marga viðburði á hverju ári. Þar má helst nefna Lopapeysuna á Írskum dögum og Októberfest hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hann segir það hjálpa að hafa reynsluna og tengslanetið sem þeir séu með. „Við eigum líka tæki og tól til að nota í keppnina og það hjálpar fjárhagslega við að geta tekið svona ákvarðanir.“ Ísólfur segir þau líka vera að horfa á þetta til framtíðar. „Ef vel gengur að halda keppnina hér á Akranesi þá erum við að horfa á þetta verkefni til framtíðar.“ Hann segir þau hafa fundið fyrir miklum velvilja í bæjarfélaginu, það hafi þurft að gera breytingar á íþróttastarfi barna þar sem keppnin verður haldin í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en þegar maður búi í samfélagi sem þessu þá séu engin vandamál. „Ég efast um að fólk vilji fara eitthvað annað þegar það er búið að vera með þetta einu sinni hér á Akranesi,“ segir Ísólfur glaður í bragði. Það sé í sjálfu sér eitthvað sem þarf að skoða eftir keppni. Ísólfur og félagar í Vinum hallarinnar hafa lengi komið að því að skipuleggja stóra viðburði. Hér er Ísólfur á mynd með Birgittu Haukdal, þátttakanda í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 1998.Aðsend myndKeppninni sjónvarpað Aðspurður að því hvort að keppninni verði sjónvarpað svarar hann játandi. „Þessu verður sjónvarpað á einhvern hátt, vonandi á einhverri sjónvarpsstöð.“ „Það er bara að gerast í dag, það er í mörg horn að líta þar,“ segir Ísólfur og bætir við að allir séu boðnir að koma að sjónvarpsútsendingunni þó að þetta sé skammur fyrirvari. Hann segist aðeins trúa á lausnir, ekki neitt annað.
Skóla - og menntamál Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Framkvæmdaraðilinn þurfti við Söngkeppni framhaldsskólanna í ár til að forðast milljónatap. 4. apríl 2018 15:51
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56