Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 11:34 Vogur mun í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við börn og ungmenni þar til nýtt úrræði er í augsýn. vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ en þar segir að ákvörðunin sé tekin af meðferðarsviði og framkvæmdastjórn samtakanna. Fyrr í vikunni var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar meint kynferðisbrot manns sem dvaldi á Vogi gegn 16 ára stúlku sem einnig var þar í meðferð. Hefur það sætt gagnrýni að börn og ungmenni skuli geta haft samskipti við fullorðna sem einnig eru í meðferð á Vogi en þessir tveir hópar hittast í matsal og úti í reyk. Annars eru þau sem eru yngri en 18 ára inni á sérdeild. „Augljós krafa um að ólögráða einstaklingar geti ekki verið í sama rými og fullorðnir í meðferð er meira en sjúkrahúsið Vogur getur orðið við að svo stöddu. Því er ekki stætt á að halda áfram meðferð þeirra þar. Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið. SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum axla ábyrgð,“ segir á vef SÁÁ. Þar kemur jafnframt fram að Vogur muni í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við þennan hóp þar til nýtt úrræði sé í augsýn. „Óskað hefur verið eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðherra um hvernig þetta skref verður tekið þar sem brýnt er að ólögráða með vanda af fíkn fái áfram viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samráðsfundur er fyrirhugaður til að ákveða framtíðarfyrirkomulag og næstu skref.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ en þar segir að ákvörðunin sé tekin af meðferðarsviði og framkvæmdastjórn samtakanna. Fyrr í vikunni var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar meint kynferðisbrot manns sem dvaldi á Vogi gegn 16 ára stúlku sem einnig var þar í meðferð. Hefur það sætt gagnrýni að börn og ungmenni skuli geta haft samskipti við fullorðna sem einnig eru í meðferð á Vogi en þessir tveir hópar hittast í matsal og úti í reyk. Annars eru þau sem eru yngri en 18 ára inni á sérdeild. „Augljós krafa um að ólögráða einstaklingar geti ekki verið í sama rými og fullorðnir í meðferð er meira en sjúkrahúsið Vogur getur orðið við að svo stöddu. Því er ekki stætt á að halda áfram meðferð þeirra þar. Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið. SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum axla ábyrgð,“ segir á vef SÁÁ. Þar kemur jafnframt fram að Vogur muni í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við þennan hóp þar til nýtt úrræði sé í augsýn. „Óskað hefur verið eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðherra um hvernig þetta skref verður tekið þar sem brýnt er að ólögráða með vanda af fíkn fái áfram viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samráðsfundur er fyrirhugaður til að ákveða framtíðarfyrirkomulag og næstu skref.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12