Horfumst í augu við vandann Egill Þór Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á uppvaxtarárum mínum lærði ég fljótt að fyrsta skrefið við lausn vandamála felst í viðurkenningu á vandanum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki alltaf einfalt að standa andspænis sannleikanum og horfast í augu við vandann. Við þekkjum það flest. Einn stærsti vandi sem borgaryfirvöldum hefur láðst að horfast í augu við – og standa því frammi fyrir nú – er hinn margumtalaði húsnæðisvandi. Hann byggist fyrst og fremst á því hversu hægt gengur hjá meirihlutanum að byggja enda stefna hans ýtt undir lítið framboð af lóðum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir fögur fyrirheit fjölgaði íbúðum í fyrra um einungis 322 í allri höfuðborginni, stærsta sveitarfélagi landsins. Á meðan íbúðum í einu af minni sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Mosfellsbæ, fjölgaði umtalsvert meira, eða um 401. Ísköld staðreynd, blákaldur sannleikur. Sjálfur er ég 27 ára og bý enn hjá móður minni í Breiðholtinu. Undanfarin tvö ár hef ég starfað sem teymisstjóri á sambýli fyrir geðfatlaða, í starfi sem ég hef unun af og krefst háskólamenntunar. Hver einustu mánaðamót hef ég lagt samviskusamlega fyrir og hjálpað til við rekstur heimilisins. Þrátt fyrir þetta er ég enn í þeirri stöðu að geta ekki fjárfest í húsnæði. Mér finnst stundum erfitt til þess að hugsa að ekki eru allir jafn heppnir og ég. Þannig er, að það lifa ekki allir við þann lúxus að geta búið í foreldrahúsum. Sjálfur þekki ég dæmi þess að fólk á aldri við mig hefur með engu móti tök á að búa heima, er kannski að ala upp börn á leikskólaaldri, fast á leigumarkaði og í láglaunastörfum jafnvel. Veruleikinn er sá að þessi þróun hefur orðið til þess að fólk gefst upp og flyst í önnur nærliggjandi sveitarfélög. Hin mikla uppbygging í Mosfellsbæ er gott dæmi um þessa þróun. Við þetta getum við ekki unað. Það er kominn tími til breytinga. Ef Reykjavík á að vera fyrir alla, unga sem aldna, er nauðsynlegt að bregðast hratt við en það verður ekki gert án þess að borgarstjórn sýni kjark og horfist í augu við vandann. Ég sem frambjóðandi í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er tilbúinn til þess.Höfundur er félagsfræðingur og í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar