Serbneskur þjóðernissinni dæmdur fyrir stríðsglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 15:32 Seselj er leiðtogi öfgaþjóðernisflokksins Róttæka flokksins í Serbíu. Vísir/AFP Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata. Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Áfrýjunarstríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sakfelldi í dag Vojislav Seselj, serbneskan öfgaþjóðernissinna, fyrir stríðsglæpi í Balkanskagastríðinu á 10. áratugnum. Seselj var náinn bandamaður Slóbódans Milosevic, leiðtoga Serba í stríðinu. Seselj var einnig fundinn sekur um glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Sneri áfrýjunardómstóllinn við sýknu Alþjóðaglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu frá árinu 2016. Réttarhöldin yfir Seselj höfðu þá staðið yfir í átta ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Seselj töldu hann hafa gerst sekan um að koma af stað ofsóknum, brottvísunum og öðrum ómannúðlegum aðgerðum. Þeir töldu jafnframt að ræða sem Seselj flutti í maí 1992 hafi verið kveikjan að voðaverkum gegn fólki af króatískum uppruna í Vojvodina-héraði. Glæpir Seselj hafa ekki reynst Seselj sérstakur fjötur um fót í serbneskum stjórnmálum. Hann var varaforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2000. Eftir að hann var sýknaður af stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu fyrir tveimur árum var hann kjörinn á þing fyrir Róttæka flokkinn. Hann hefur einskis iðrast og sagði fjölmiðlum nýlega að hann stæði enn við þann draum sinn að sameina Serba í Serbíu, Bosníu og Króatíu í einu ríki. Þrátt fyrir dóminn í dag þarf Seselj ekki að fara í fangelsi því hann hafði þegar afplánað ellefu ár í varðhaldi fyrir réttarhöldin.Stríðsátök á Balkanskaga hófust eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur eftir fall Berlínarmúrsins við byrjun 10. áratugs síðustu aldar og stóð fram að aldamótum. Fjöldi voðaverka var framinn í stríðinu sem grundvallaðist á hörðum þjóðerniserjum á milli Serba, Bosníumanna og Króata.
Bosnía og Hersegóvína Króatía Serbía Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00 Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Sýknaður af ákæru um stríðsglæpi á Balkanskaga Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag sýknaði í gær Serbann Vojislav Seselj af ákærum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Balkanskagastyrjöldunum á tíunda áratug síðustu aldar. 1. apríl 2016 06:00
Seselj dæmdur fyrir óvirðingu Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. 25. júlí 2009 06:15