Götóttur þjóðarsjóður Konráð S. Guðjónsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun