Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 04:59 Vísir/Getty Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00
Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00