Hefur Reykjavíkurborg sinnt skyldum sínum? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. apríl 2018 18:46 Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun