Elding fékk Kuðunginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 16:02 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt fulltrúum Eldingar, Rannveigu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra og Sveini Hólmari Guðmundssyni, umhverfisstjóra. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni. Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Brúarskóla í Reykjavík og Grundaskóla á Akranesi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Þá voru fimm stúlkur í 10. bekk Hagaskóla jafnframt útnefndar Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Pokastöðin Vesturbær. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuðungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sínum rekstri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerfum þar sem stöðugra úrbóta er krafist og fylgst sé með hvernig gengur af óháðum matsaðila. Þá hafi Elding tekið þátt í ýmsum nýsköpunarverkefnum tengdum umhverfismálum, dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, noti eingöngu umhverfisvottaðar efnavörur og aukið verulega flokkun úrgangs frá fyrirtækinu. Elding hafi verið virk í samstarfi um umhverfismál og sýnt frumkvæði og verið virkt í ýmissi þróunarvinnu sem tengist umhverfisvænum lausnum. Þá sé viðskiptavinum Eldingar boðin markviss umhverfisfræðsla sem hluta af leiðsögn hvalaskoðun og norðurljósaferðum frá leiðsögumönnum sem eru menntaðir líffræðingar. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, sem Elding hlaut, er að þessu sinni eftir Róshildi Jónsdóttur og Snæbjörn Þór Stefánsson hjá Hugdettu. Um er að ræða kertastjaka sem er þrívíð stöplamynd af hlýnun lands og sjávar síðastliðin 100 ár. Er hugmyndin að logi kertisins sem hvílir í kuðungum muni minna Eldingu og starfsmenn þess á mikilvægi þess að halda sínu góða umhverfisstarfi áfram. Þá öðlast Elding rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.
Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira