Perlan Öskjuhlíð Katrín Atladóttir skrifar 25. apríl 2018 15:52 Við Reykvíkingar eigum frábært útivistarsvæði í miðbænum, Öskjuhlíð. En því miður virðist borginni ekki þykja vænt um þessa paradís. Lítið heyrist rætt um Öskjuhlíðina nema ef ske kynni þegar stórfellt skógarhögg hefur átt sér stað til að tryggja aðflug flugvéla til lendingar í miðbænum. Í Öskjuhlíðinni þrífast allskonar misjafnir hlutir. Þar hefst fólk við, jafnvel í tjöldum og hreysum, ekki þarf að ganga lengi um til að finna ummerki um fíkniefnaneyslu og aðra hluti sem ættu ekki að eiga sér stað á útivistarsvæði. Gönguhópar hafa tekið að sér að þrífa heilmikið rusl árlega og hjólreiðamenn og larparar hafa einnig tekið hlíðina fögru í fóstur. En betur má ef duga skal. Gera þarf skóginn aðgengilegri, hreinsa þarf rjóður, setja upp leiktæki og grillstaði. Loka þarf fyrir umferð og fjarlægja vegslóða. Horfa má til hins frábæra útivistarsvæðis Akureyringa, Kjarnaskógar. Á góðviðrisdögum iðar allt af lífi þar, fjölskyldur koma saman til að njóta útiveru og borða gott nesti. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Nú hefur uppbygging átt sér stað í Perlunni, þar má finna jöklasýningu og kaffihús. Tímabært er að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið. Í stað þess að borgin gleymi henni nema þegar tré þurfa að víkja fyrir flugvélum.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar eigum frábært útivistarsvæði í miðbænum, Öskjuhlíð. En því miður virðist borginni ekki þykja vænt um þessa paradís. Lítið heyrist rætt um Öskjuhlíðina nema ef ske kynni þegar stórfellt skógarhögg hefur átt sér stað til að tryggja aðflug flugvéla til lendingar í miðbænum. Í Öskjuhlíðinni þrífast allskonar misjafnir hlutir. Þar hefst fólk við, jafnvel í tjöldum og hreysum, ekki þarf að ganga lengi um til að finna ummerki um fíkniefnaneyslu og aðra hluti sem ættu ekki að eiga sér stað á útivistarsvæði. Gönguhópar hafa tekið að sér að þrífa heilmikið rusl árlega og hjólreiðamenn og larparar hafa einnig tekið hlíðina fögru í fóstur. En betur má ef duga skal. Gera þarf skóginn aðgengilegri, hreinsa þarf rjóður, setja upp leiktæki og grillstaði. Loka þarf fyrir umferð og fjarlægja vegslóða. Horfa má til hins frábæra útivistarsvæðis Akureyringa, Kjarnaskógar. Á góðviðrisdögum iðar allt af lífi þar, fjölskyldur koma saman til að njóta útiveru og borða gott nesti. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Nú hefur uppbygging átt sér stað í Perlunni, þar má finna jöklasýningu og kaffihús. Tímabært er að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið. Í stað þess að borgin gleymi henni nema þegar tré þurfa að víkja fyrir flugvélum.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun