Rannsaka dularfullt hvarf norskrar konu í Suður-Afríku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 14:04 Marie Sæther Østbø er 21 árs og stundar nám í stjórnmálafræði við háskóla í Frakklandi. Mynd/Sea Rescue South Africa Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt. Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Ungrar konu frá Noregi, sem stödd var í Suður-Afríku í fríi með vinum sínum, hefur verið saknað síðan í gærkvöldi. Umfangsmikilli leit var hrint af stað vegna hvarfs hennar í gær en munir í hennar eigu hafa fundist á víðavangi. Síðast sást til hinnar 21 árs Marie Sæther Østbø um klukkan 18:15 í suður-afríska bænum Sedgefield á fimmtudag að staðartíma. Um það leyti náðust af henni myndir úr öryggismyndavélum þar sem hún sést ganga frá veitingastað, sem hún hafði borðað á fyrr um daginn, og í átt að ströndinni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst, að því er fram kemur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang.Sedgefield er suður-afrískur strandbær mitt á milli borganna Port Elizabeth og Cape Town.Mynd/Google EartØstbø stundar nám í Frakklandi en hefur dvalið undanfarna daga í Suður-Afríku ásamt hóp samnemenda sinna. Tilkynnt var um hvarf hennar stuttu eftir að hún mætti ekki til kvöldverðar með samferðafólki í gærkvöldi.Hafa fundið skó og farsíma í eigu Østbø Lögregla og landhelgisgæsla í Sedgefield voru ræstar út til leitar strax í gær og beindust sjónir leitarmanna að ströndinni og sjónum í kring. Leit að Østbø hófst svo að nýju klukkan 8 á föstudagsmorgun og gert er ráð fyrir að leitað verði þangað til dimmir. Erfiðar aðstæður eru á vettvangi, að sögn talsmanns suður-afrísku lögreglunnar, en þungt er í sjóinn og mikill öldugangur. Þá hafa kafarar, þyrlur og leitarhundar verið kallaðir út við leitina. Nokkrir munir, sem taldir eru hafa verið í eigu Østbø, hafa fundist við leitina, þ.á.m. skópar og farsími. Þá var Østbø einnig talin eigandi húfu sem fannst á sama stað og skórnir og síminn. Nú hefur hins vegar komið í ljós að húfan er ekki eign Østbø. Þá sagði faðir Østbø í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í gær að einblínt væri á tvo möguleika við leitina. Annað hvort hafi Østbø stungið sér til sunds fyrir kvöldmat og borist með straumum á haf út eða að henni hafi verið rænt.
Lögreglumál Norðurlönd Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira