Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Vísir/ANdri Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira