Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið Jón Kaldal skrifar 9. maí 2018 07:00 Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun