Skuld til staðar við uppbyggingu Landspítalans sem bæta þurfi úr Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2018 19:30 Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega "en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent