Nú er lag Lilja! Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2018 14:03 Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun