Gallað kerfi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. maí 2018 10:00 Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar