Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 19:30 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór. Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór.
Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira