Barnavernd, ekki grýla! Rannveig Ernudóttir skrifar 17. maí 2018 10:45 Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun