Barnavernd, ekki grýla! Rannveig Ernudóttir skrifar 17. maí 2018 10:45 Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar