Þéttari borg Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skipulag Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar