Verknám – Nú þarf átak Þorbjörn Guðmundsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það hefur ríkt mikill samhljómur um það á Íslandi á undanförnum árum að það þurfi að fjölga nemendum í verk- og tæknigreinum. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri tekur undir þetta markmið og vill stefna að því. Greinar eru skrifaðar í blöð og ræður fluttar. Umræðan verður oft mikil þegar fregnir berast af miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þá er jafnan spurt hvort ekki þurfi að auka fjölbreytni í námsframboði og böndin berast að verknámi.Allt að 70% fækkun Staðreyndin er hins vegar sú að í flestum greinum verknáms hefur nemendum fækkað mjög á undanförnum árum. Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka.Þörfin vex Þörfin á menntuðu fólki í tæknigreinum vex í takti við fólksfjölgun. Þörf samfélagsins til þess að innleiða nýja tækni á öllum sviðum er knýjandi. Hvað er til ráða? Verk-og tækninám gefur góða tekjumöguleika, er skemmtilegt og hentar mörgum. Á því má byggja margs konar frekara nám og þekkingin og hæfnin sem fólk aflar sér er mjög nytsamleg. Það er vit í verknámi. Rannsóknir í nágrannalöndum sýna að viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað heima fyrir: Viðhorf foreldra til náms ræður mestu um það hvort ungt fólk velur verknám eða ekki. Í öðru sæti eru kynni unga fólksins af viðkomandi iðngreinum.Efna þarf til átaks við að kynna verk- og tækninám. Við hjá Samiðn – Sambandi iðnfélaga – höfum boðið menntamálaráðherra í heimsókn til okkar á fund 18. maí. Hún hefur þegið boðið. Allir eru sammála um markmiðið. Nú þarf að framkvæma.Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar