Séra Bjarni Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ólst upp voru nokkrir meistarar hafðir í hávegum á heimili mínu. Þar var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Þegar hann flutti sína áramótaræðu ríkti dauðaþögn í stofunni. Þá var Kristján Eldjárn forseti sem þjónaði af hógværð og þekkingu. Einnig Sigurbjörn Einarsson biskup, sá orðsins og andans maður. Eins séra Friðrik Friðriksson sem enn í dag er mér stór fyrirmynd í starfi og ég hef hugsað hve stórkostlegt hefði verið að fá að hitta hann. Og svo var það Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur sem var svo mikill sálusorgari og óborganlegur húmoristi að enn lifa af honum sögurnar. Ung heyrði ég hvernig hann hefði sinnt sínum skyldum í Reykjavík í spænsku veikinni. Á þremur vikum hafði hann jarðsungið 115 manns og talað persónulega yfir hverri kistu, en heim til hans og frú Áslaugar lá sífelldur straumur syrgjandi fólks. Ég naut þess fyrir nokkru að heyra röddina hans í gömlu útvarpsviðtali, svo hrjúfa og sterka og litríkur persónuleikinn skein í gegn. Mér leið eins og unglingsstúlku að hlusta á „Bíberinn“. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig þessir höfðingjar hefðu mætt ágangi fjölmiðla, kommentakerfa og Facebook-statusa og í ljósi þess fundist þeir hafa lifað gósentíð í samanburði við sálusorgara dagsins í dag. Þess vegna var það dálítið hollt fyrir mig að rekast á orð séra Bjarna þegar hann segir: „Kirkjan hverfur ekki vegna þess að hún byggir á Guði. Hvernig var það í fornöld? Hvernig leit út fyrir kirkjunni í stjórnarbyltingunni frönsku þegar kristindómurinn var opinberlega afnuminn? Eða 1905 þegar kirkja og ríki voru aðskilin í Frakklandi og einn stjórnandinn sagði: „Nú höfum við slökkt ljósin á himninum.“ Þau ljós loga enn. Og þau skulu varpa skærum ljóma, einnig hér á landi.“
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun